Góði Hirðirinn opnar á ný á morgun

Góði Hirðirinn hefur flutt í húsnæði Gömlu Kassagerðarinnar við Köllunarklettsveg.
Góði Hirðirinn hefur flutt í húsnæði Gömlu Kassagerðarinnar við Köllunarklettsveg. Ljósmynd/Aðsend

Góði hirðirinn opnar dyr í nýju húsnæði við Köllunarklettsveg klukkan 11 á morgun, laugardaginn þann 1. apríl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sorpu.

Greint var frá því á mbl.is í febrúar að Góði hirðirinn, endurnotaverslun Sorpu, hafði lokað verslun sinni í Fellsmúla, mörgum fastakúnnum til mikilla ama.

Nú mun ný og stærri verslun hirðisins opna í húsnæði Kassagerðarinnar gömlu við Köllunarklettsveg 1. Verslunin er tvöfalt stærri en eldri verslun Góða hirðisins og húsnæðið er einnig nýtt fyrir skrifstofur Sorpu.

Stefnt er að því með stækkun húsnæðisins að koma mun hærra hlutfalli af vöru aftur inn í hringrásina en mögulegt var í minna húsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert