Nagladekk bönnuð eftir 15. apríl

Nagladekk valda mikilli mengun. Óheimilt er að keyra á nagladekkjum …
Nagladekk valda mikilli mengun. Óheimilt er að keyra á nagladekkjum frá og með 15. apríl næstkomandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg minnir á að óheimilt er að keyra um á nagladekkjum eftir 15. apríl. Bilstjórar eru því hvattir til að skipta yfir á hentug dekk sem allra fyrst og almennt að notast við góð vetrardekk fremur en nagladekk. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborga kemur fram að lögregla hafi leyfi til að sekta eigendur ökutækja á nagladekkjum eftir 15. apríl og er sekt á hvert dekk fyrir sig.

Bílstjórar hafa leyfi samkvæmt umferðarlögum að vera á nagladekkjum frá 1. nóvember til 15. apríl ár hvert. En Reykjavíkurborg hvetur þó ökumenn í Reykjavík til þess að velja sér góð vetrardekk fremur en nagladekk, þar sem mikill heilsuskaðandi loftmengun stafi af þeim síðarnefndu. 

Einnig slíti þau upp malbiki margfalt hraðar og valdi hávaðmengun sem trufli og þreyti íbúa og séu nagladekk því ekki æskilegur kostur fyrir ökumenn Reykjavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert