Rýmingum aflétt á ákveðnum svæðum

Magir hafa þurft að yfirgefa heimili sín sökum óvissuástands vegna …
Magir hafa þurft að yfirgefa heimili sín sökum óvissuástands vegna snjóflóða á Austfjörðum undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið afléttingu á rýmingu á ákveðnum svæðum á Seyðisfirði, í Neskaupstað og á Eskifirði.

Ástæða afléttingar er samkvæmt Sveini Brynjólfssyni, sérfræðingi á sviði ofanflóðahættumats hjá Veðurstofunni, að ekki sé lengur von á flóðum sem komi langt út frá hlíðinni.

Svæðin sem um ræðir eru svæði 13 og 15 á Seyðisfirði, svæði 6, 18 og 20 í Neskaupstað og svæði 4 á Eskifirði.

Sveinn segir í samtali við mbl.is að áfram sé þó hætta á krapaflóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert