Rýmingum aflétt á fleiri reitum

Umfangsmiklar rýmingar hafa verið í Neskaupstað undanfarna daga sökum óvissástands …
Umfangsmiklar rýmingar hafa verið í Neskaupstað undanfarna daga sökum óvissástands vegna snjóflóða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veður­stofa Íslands hef­ur ákveðið aflétt­ingu á rým­ingu á fleiri reitum í Nes­kaupstað.

Ástæða aflétt­ing­ar er sam­kvæmt Óliver Hilmarssyni, sérfræðingi á sviði snjóflóða hjá Veður­stof­unni, að ekki sé leng­ur von á þurrum flóðum sem komi langt út frá hlíðinni.

Svæðin sem um ræðir eru svæði 8, 10, 11 og 14 í Neskaupstað.

Óliver seg­ir í sam­tali við mbl.is að áfram sé þó hætta á krapa­flóðum víða, sér í lagi á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Eskifirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert