Sérfræðingar munu rýna öll tilvik

Rafbyssur.
Rafbyssur. Ljósmynd/AFP

Settur verður á fót rýnihópur sérfræðinga utan lögreglunnar til að rýna hvert einasta tilvik þar sem rafbyssur verða notaðar. Er það liður í að meta áhrif þessa nýja varnarvopns lögreglunnar á öryggi hennar og almennings.

Bresk rannsókn sem birt var á árinu 2018 bendir til þess að lögreglumenn með rafbyssur noti vopn sín 48% oftar en menn sem ekki hafa slík vopn undir höndum og séu líklegri til að lenda í átökum.

Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sem vinnur að undirbúningi þjálfunar og innleiðingar notkunar rafbyssna fyrir hönd ríkislögreglustjóra, segir meira litið til Norðurlandanna þar sem aðstæður eru líkari því sem hér þekkist og bendi rannsóknir þar ekki í sömu átt.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert