Fæddi utandyra á leiðinni í sjúkrabíl

Móðirin var komin hálfa leið í sjúkrabílinn þegar að hún …
Móðirin var komin hálfa leið í sjúkrabílinn þegar að hún fæddi barnið sitt skyndilega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Móðir fæddi barn sitt utandyra núna í morgun á meðan það var verið að fylgja henni út í sjúkrabíl sem stóð fyrir utan heimili hennar.

Móður og barni heilsast „ljómandi“ vel en þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á Facebook-síðu þeirra.

Sjúkrabíllinn var kallaður út í fæðingu í heimahúsi fyrir klukkan sjö í morgun og átti að flytja móðurina á Landspítalann í sjúkrabílnum. Fór svo að móðirin fæddi skyndilega á leið út í bílinn. 

Alveg ný upplifun fyrir okkar fólk! Móður og barni heilsast ljómandi vel, þau voru flutt á fæðingardeild Landspítala til skoðunar,“ kemur fram í tilkynningu slökkviliðsins.

mbl.is