Fleiri tilkynningar um líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Árið 2022 bárust 1.083 tilkynningar vegna líkamlegs ofbeldis.
Árið 2022 bárust 1.083 tilkynningar vegna líkamlegs ofbeldis. Ljósmynd/Colourbox

Tilkynningum til barnaverndarþjónusta á landinu vegna meintrar vanrækslu á börnum, áhættuhegðunar og ofbeldis gegn börnum fjölgaði um 3,2% í fyrra frá árinu á undan.

Fjölgaði tilkynningum vegna áhættuhegðunar til að mynda um 6% en tilkynningum vegna tilfinningalegs ofbeldis fækkaði á seinasta ári bæði miðað við árið 2021 og 2020. Aftur á móti fjölgaði tilkynningum vegna líkamlegs ofbeldis.

„Árið 2022 bárust 1.083 tilkynningar vegna líkamlegs ofbeldis en það eru 12% fleiri tilkynningar en bárust árið 2021 og 19,5% fleiri en bárust árið 2020,“ segir í nýútkominni samantekt Barna- og fjölskyldustofu á tilkynningum sem bárust barnaverndarþjónustum á árinu 2022.

Barnaverndarþjónustur um allt land, sem áður voru nefndar barnaverndarnefndir, fengu alls 13.694 tilkynningar sem varða börn á seinasta ári og var tilkynnt samtals um 10.781 barn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »