Klappið fær nýja samfélagsmiðlaútgáfu

Strætó óskar eftir áhugasömum prófurum fyrir Klapp Tokk.
Strætó óskar eftir áhugasömum prófurum fyrir Klapp Tokk.

Strætó er að setja í loftið nýja „samfélags útgáfu“ af Klapp appinu sem ber nafnið Klapp Tokk. Í uppfærslunni geta strætónotendur tengst öðrum strætónotendum og deilt með þeim myndum eða stuttum myndskeiðum.

Strætó er að safna saman notendum sem vilja taka þátt í að prófa nýju útgáfuna af Klapp appinu og geta áhugasamir skráð sig hér.

„Þetta er næsta skrefið í stafrænni vegferð Strætó“, segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Við erum að skapa stafrænt samfélag fyrir bíllausan lífsstíl þar sem notendur Strætó og annarra virkra ferðamáta geta tengst og deilt upplifunum sínum.“

Um 470.000 virkjaðir notendaaðgangar eru í Klapp kerfinu og um 33.000 fargjöld eru skönnuð á hverjum degi. 

Búist er við að prufuútgáfan (beta) verði opnuð fyrir notendum í næstu viku og lokaútgáfa verði tilbúin í lok sumars, að segir í tilkynningu frá Strætó. 

mbl.is