Nýtt fíkniefni á markaði tengt dauðsfalli

Efnið er örvandi og getur valdið ofskynjunum.
Efnið er örvandi og getur valdið ofskynjunum. Ljósmynd/Colourbox

Rekja má að minnsta kosti eitt dauðsfall til nýs fíkniefnis sem komið er í dreifingu hér á landi. Efnið er LSD í duftformi og er örvandi og getur valdið ofskynjunum. Rúv greinir frá. 

Í samtali við ríkisútvarpið segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að komið hafi upp nokkur skipti að undanförnu þar sem lögreglan leggur hald á slík efni. Hann segir um að ræða efni sem að verið sé að blanda við önnur þekktari efni eins og kókaín.

Þá sagði hann lögreglu ekki upplýsta um hvort að efnið væri búið til hér á landi eða flutt inn. 

mbl.is