Ráðherrar halda austur

Snjóflóð féllu á nokkur íbúðarhús í vikunni.
Snjóflóð féllu á nokkur íbúðarhús í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, leggja nú leið sína til Neskaupstaðar þar sem þau munu funda og snæða hádegismat með sveitarstjórn og viðbragðsaðilum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í forgrunnni, og …
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í forgrunnni, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í bakgrunni, halda austur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og áður hef­ur verið greint frá var öllum eftirstandandi rýmingum vegna snjóflóðahættu aflétt í Neskaupstað í gær og var hættustigi á Austfjörðum einnig aflétt. Óvissustig vegna ofanflóðahættu er þó áfram í gildi.

Víðir Reynisson, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, mun ferðast í samfloti með ráðherrunum austur og verður einnig viðstaddur fundinn. Á fundinum munu aðilarnir ræða stöðuna og fara yfir verkferla og framhaldið. 

Að fundi loknum munu ráðherrar fara um Neskaupstað og virða fyrir sér aðstæðurnar og þau svæði þar sem að flóðin féllu.

Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert