Varðskipið Þór kveður í dag

Varðskipið Þór kveður Neskaupstað í dag eftir annasama viku.
Varðskipið Þór kveður Neskaupstað í dag eftir annasama viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðskipið Þór kveður Neskaupstað í dag eftir annasama viku í kjölfar þess að snjóflóð féllu á íbúðabyggðina í Neskaupstað.

Skipið heldur að Dalatanga með vistir til vitavarðanna sem eru mæðgur. Ófært hefur verið inn í Mjóafjörð vegna veðurs dögum saman þar sem þær hafa sótt sér björg í bú. Póstbáturinn hefur heldur ekki getað siglt til þeirra vegna aðstæðna.

„Það er enginn asi á okkur,“ segir Páll Geirdal, skipherra á Þór, spurður um framhaldið en nú taka næstu verkefni við. Fegnir skipverjar koma til heimahafnar 12. apríl en munu halda sig út af Austfjörðum næstu dagana. Skipherrann segir að fólki hafi verið létt þegar það sá varðskipið nálgast eftir að flóðin féllu.

Þór hefur undanfarna daga verið miðstöð björgunarliðsins í Neskaupstað. Það er í fyrsta sinn sem reynir á þennan eiginleika skipsins frá því að það kom til landsins árið 2011. Tuttugu manna öryggishópur hafðist við í Þór allan tímann og naut þar hvíldar og matar á milli krefjandi verkefna. Hópinn skipuðu 16 björgunarsveitarmenn og fjórir slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu. Þegar mest var höfðu um 40 manns aðstöðu um borð að áhöfninni meðtalinni. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert