Níræður maður fær að skila hjóli

Rafmagnshjól geta náð miklum hraða og verða æ vinsælli.
Rafmagnshjól geta náð miklum hraða og verða æ vinsælli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtæki, sem seldi níræðum manni rafmagnshjól ætlað eldri borgurum á heimili mannsins, skuli endurgreiða honum kaupverð hjólsins. Niðurstaðan er byggð á lögvörðum rétti neytenda til að falla frá kaupum innan tveggja vikna ef vara er seld utan starfsstöðvar.

Úrskurðurinn var kveðinn upp hinn 1. mars en í honum kemur fram að kaupandi hjólsins, sem er níræður og nýtur fullrar þjónustu í öryggisíbúð, hafi gert samning við sölumann á heimili sínu síðasta sumar um kaup á rafmagnshjóli fyrir 601 þúsund krónur án vitundar aðstandenda eða stjórnenda eða starfsfólks heimilisins. Þá hafi sölumaðurinn ekki gert mat á færni eða hæfni kaupanda til að stýra hjólinu.

Degi eftir kaupin hafði dóttir kaupandans samband við fyrirtækið og óskaði eftir að það tæki við hjólinu aftur og endurgreiddi kaupverðið, enda augljóst að hennar mati að kaupandi gæti alls ekki nýtt sér hjólið.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert