Allt í einu komu grunsamlega góð verkefni inn

Enskukennarar sjá sóknarfæri með tilkomu gervigreindar.
Enskukennarar sjá sóknarfæri með tilkomu gervigreindar.

Enskukennarar við Menntaskólann á Ásbrú annars vegar og Verzlunarskóla Íslands hins vegar hafa strax tekið eftir áhrifum gervigreindar á þeirra kennslu, en sjá aftur á móti rík tækifæri.

Geir Finnsson, enskukennari við Menntaskólann á Ásbrú og Guðný Ósk Laxdal, enskukennari við Verzlunarskóla Íslands, ætla sér því að halda vinnustofu í Veröld – húsi Vigdísar, í þarnæstu viku þar sem þau vilja eiga samtal við nemendur og kennara, um gervigreind í námi.

Þau telja það tímaskekkju að leggjast alfarið gegn gervigreindinni.

Enskan „fyrsta víglínan“

„Það sem mér finnst skipta miklu máli og það sem hefur reynst mér vel í kennslu er að vera hreinskilinn við nemendurna mína um það sem blasir við,“ segir Geir en í MÁ var tekin sú ákvörðun að nýta gervigreind í kennslu frekar en að forðast hana.

„Dæmi um verkefni sem ég hef verið að láta nemendur …
„Dæmi um verkefni sem ég hef verið að láta nemendur mína gera er að fá þau til þess að skrifa ritgerð af sjálfsdáðum og bera síðan saman eigin afurð við gervigreindina,“ segir Geir.

„Við í MÁ og í Keili erum sammála því að gervigreindina beri að nýta sem hjálpartól. Við viljum að nemendur geti greint á milli hvenær gervigreindin er hjálpsöm og hvenær hún er það bara alls ekki,“ segir hann og bætir við að kennarar og nemendur MÁ séu þar sammála.

Guðný tekur í sama streng. „Þetta hefur náttúrulega gífurleg áhrif á enskukennsluna af því þetta er allt á ensku auðvitað. Það er í raun fyrsta víglínan, þetta fag,“ segir Guðný og hlær.

Guðný segir að stuttu fyrir áramót hafi allt í einu …
Guðný segir að stuttu fyrir áramót hafi allt í einu farið að koma inn grunsamlega góð verkefni inn, á svipuðum tíma og ChatGPT leit dagsins ljós fyrir almenning.

Guðný segir að stuttu fyrir áramót hafi allt í einu farið að koma inn grunnsamlega góð verkefni inn, á svipuðum tíma og ChatGPT leit dagsins ljós fyrir almenning.

„Ég lít á þetta pínu eins og það þegar internetið kom, þá þurfti ekki lengur að leita að heimildum með því að opna tíu bækur á bókasafninu. Þetta er svipuð breyting. Ég held að við, menntakerfið, þurfum að reyna að vera aðeins á undan.“

Bera saman eigin afurð og þá sem skrifuð er af vél

Geir kveðst strax hafa séð tækifæri í nýta gervigreindina í kennslu.

„Dæmi um verkefni sem ég hef verið að láta nemendur mína vinna er að fá þau til þess að skrifa ritgerð af sjálfsdáðum og bera síðan saman eigin afurð við gervigreindina. Rýna þannig sérstaklega í muninn, hvað hún kýs frekar að gera? Hvernig lærdóm má draga af því?”

Þá hafi hann einnig hvatt nemendur sína til þess að prófa að biðja spjallmennið um aðstoð við að skipuleggja sig.

„Við erum líka dugleg að skoða hvað gervigreindin gerir ekki vel og átta okkur á því hvenær hún kemur alls ekki að gagni.”

Vinnustofan verður í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur.
Vinnustofan verður í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Nýta tímann í annað

Þá hafa þau bæði séð tækifæri til þess nýta tímann í að efla munnlega færni hjá nemendum sínum, þar sem gervigreindin hjálpar við skriflega færni.

„Þurfum við að skrifa svona langan texta í framtíðinni? Verður það kannski hæfileiki sem maður þarf ekki lengur að æfa?“ spyr Guðný. „Kannski er betra að nemendurnir einbeiti sér frekar að skapandi skrifum – að þau geti komið hugsunum sínum á blað, heldur en að læra að skrifa þunga akademíska texta.“

Þá sé einnig spurning um hraða, hvort nemendur muni koma til með að skila verkefnum á tuttugu mínútum, verkefnum sem þau hefðu áður þurft nokkra daga til þess að klára.

„Þetta er spennandi og við viljum frekar fara fram á við heldur en til baka – í bara blað og penna. Ég held að við getum gert betur.“

Vinnustofan verður haldin í Veröld, húsi Vigdísar 27. apríl kl. 18:15 þar sem nemendur, tungumálakennarar og aðrir áhugasamir eru boðnir velkomnir.

ChatGPT er risatungumálalíkan sem getur leyst hin ýmsu verkefni.
ChatGPT er risatungumálalíkan sem getur leyst hin ýmsu verkefni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert