Hitabylgja á Bretlandi gæti haft áhrif á Íslandi

Breatar búa sig undir hitabylgju sem á að koma um …
Breatar búa sig undir hitabylgju sem á að koma um næstu mánaðamót. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að bylgjan gæti haft áhrif hér á landi. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Óvenju hlýir vorvindar sem eru á leið til Bretlandseyja sunnan frá Afríku gætu hugsanlega leitt til hlýinda, en þó einnig meiri rigningu, hér á landi, að því er vakthafandi sérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir.

Bretar búa sig nú undir hitabylgju sem er sögð vera rétt handan við hornið. Frá þessu greinir breska sjónvarpsstöðin Great Britain News.

Síðastliðinn mars var blautasti marsmánuður í Bretlandi síðustu fjörutíu ára en nú búast veðurfræðingar í landinu við óvenju hlýjum maímánuði.

Hlýjan hefur vætu í för með sér

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hæð og hlýindum á Bretlandseyjum fylgi oftast hlýindi hér á landi en á móti kemur að þá verður yfirleitt blautt á suður- og vesturlandi.

Hann segir að slíkar hitabylgjur í Bretlandi komi yfirleitt þegar það er hæð yfir landinu og að Íslendingar fái oft sunnanáttir, ef það er hæð yfir norðurhluta Bretlands.

„Til dæmis eins og á sunnudaginn er hæð yfir Skandinavíu sem teygir sig yfir til Bretlandseyja,“ segir Óli. „Og þá dælir hún að okkur mjög hlýju, suðlægu lofti sem er víða 7-12 stig fyrir norðan en gefur okkur væntanlega helling af rigningu á suðvesturandi.“

„Við skulum vona að þeir fái ekki of mikið af hitabylgjum, því þá lendum við í sunnanáttum og rigningum í sumar, þó það sé nú styttra að fara til þeirra en alla leiðina til Spánar til þess að fá gott veður.“ segir hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert