Fulltrúar björgunarfyrirtækisins lentir

Flutningaskipið Wilson Skaw situr pikkfast á Húnaflóa.
Flutningaskipið Wilson Skaw situr pikkfast á Húnaflóa. Ljósmynd/Harpa Dögg Halldórsdóttir

Full­trú­ar björg­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins SMIT Sal­vage komu til lands­ins síðdegis og vinna nú að aðgerðaáætl­un, að sögn Garðars Jóhannssonar hjá Nesskipum, þjónustuaðila flutningaskipsins, Wilson Skaw sem setið hefur pikkfast á Húnaflóa síðan í gær.

Meta bæði affermingu og björgun

Garðar seg­ir aðgerðaráætl­un SMIT inni­halda út­reikn­inga og mat á því hvort og hvernig best verði staðið að af­ferm­ingu skips­ins og þá hvernig því verður bjargað af strandstað. Áætl­un­in verður lögð fyr­ir viðbragðsaðila og eft­ir­lits­stofn­an­ir þegar hún ligg­ur fyr­ir en búast má við því strax á morgun.

Engin olíuleiki er sjáanlegur frá skipinu en færanlegri mengunarvarnargirðingu hefur í varúðarskyni verið komið fyrir í kringum það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert