Ásthildur og Páll í stjórn Betri samgangna

Stjórnarmennirnir Páll Björgvin Guðmundsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Árni M. …
Stjórnarmennirnir Páll Björgvin Guðmundsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Árni M. Mathiesen og Ásthildur Helgadóttir og Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri. Eyjólfur Árni Rafnsson er einnig í stjórn. Ljósmynd/Aðsend

Ásthildur Helgadóttir og Páll Björgvin Guðmundsson voru kjörin í stjórn Betri samgangna á aðalfundi félagsins sem fór fram á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Betri samgöngum.

Ásthildur er sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogs og Páll er framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnina munu þau skipa ásamt Guðrúnu Ögmundsdóttur, Ólöfu Örvarsdóttur, Árna M. Mathiasen,  Þorlákssyni og Eyjólfi Árna Rafnssyni.

Fjárfestinga nema 11 milljarða

Á fundinum kom einnig fram í máli Davíðs Þorlákssonar að fjárfestingar Betri samgangna í verkefnum Samgöngusáttmálans hafa numið 3,1 milljarð króna. Þar af runnu 1,5 milljarðar króna í undirbúning Borgarlínurnar og 700 milljónir í gerð hjóla- og göngustíga.

Fjárfestingar Samgöngusáttmálans hafa því samtals numið um 11,1 milljarð frá því að hann tók gildi árið 2019. Þar af eru 5,4 milljarðar í stofnvegum og um 2,5 milljarðar sem runnu í borgarlínuna.

Vilja setja á flýti- og umferðargjöld

Árni M. Mathiesen flutti skýrslu stjórnarinnar um flýti- og umferðargjöld sem gætu hugsanlega verið notuð til fjármögnunar á mismunandi samgönguframkvæmdum. Hann segir að mikil vinna hafi varið í að skoða kosti gjaldanna á höfuðborgarsvæðinu og hann vill hvetja ríkið til að leggja á slík gjöld sem fyrst að undangegnu samráði við íbúa og hagsmunaaðila.

mbl.is