Geta loks keypt kaldan bjór

Viðskiptavinir Vínbúðarinnar á Eiðistorgi geta nú keypt kaldan bjór.
Viðskiptavinir Vínbúðarinnar á Eiðistorgi geta nú keypt kaldan bjór. mbl.is/Unnur Karen

„Það er mikið gleðiefni að málið er loksins leyst eftir allt of langan tíma,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Á dögunum var bjórkælir í Vínbúðinni á Eiðistorgi gangsettur, heilum 20 mánuðum eftir að hann var settur upp. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu var búðin opnuð í september 2021 eftir gagngerar endurbætur. Þá kvörtuðu íbúar á Eiðistorgi yfir hávaða sem bærist frá kælibúnaði og í ljós kom að ekki var leyfi fyrir hendi til að kæla bjór í búðinni. Síðan þá hefur kælirinn verið óvirkur, íbúum á Seltjarnarnesi og öðrum viðskiptavinum verslunarinnar til ama.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina