Skjálfti í Bárðarbungu í nótt

Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í Bárðarbungu laust eftir klukkan hálffjögur í nótt.

Skjálftar af þessari stærð eru algengir í Bárðarbungu en skjálftar af sömu stærð mældust bæði í febrúar og mars.

Skjálfti af stærðinni 4,8 mældist í Bárðarbungu í febrúar en undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af þeirri stærðargráðu á svæðinu.

mbl.is