Nældi sér í sjö milljarða

Vinningshafar EuroJackpot hlutu milljónir í sinn hlut.
Vinningshafar EuroJackpot hlutu milljónir í sinn hlut. Ljósmynd/Colourbox

Þrír vinningsmiðar í EuroJackpot voru seldir í Þýskalandi í þetta sinn, greinilegt er að heppnin svífur þar yfir vötnum um þessar mundir. Einn hlaut fyrsta vinning, einn annan vinning og skipta fjórir með sér þriðja vinningi. 

Þriðji vinningur kom á miða í Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og Finnlandi. 

Aðaltölurnar voru að þessu sinni 12, 21, 24, 28 og 40 og voru stjörnutölurnar 1 og 3.

Fyrsti vinningur var upp á rétt rúma sjö milljarða króna, annar rúmlega 177,2 milljónir og sá þriðji tæplega 25 milljónir. Þeir sem deila með sér þriðja vinningi fá því um 6,2 milljónir króna í sinn hlut.

Þrír Íslendingar nældu sér í 100 þúsund krónur á Jókernum að þessu sinni.

mbl.is