Kórónuveirusmit á dvalarheimili í Stykkishólmi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Ásdís

Tólf einstaklingar sem dvelja á Dvalarheimilinu Stykkishólmi hafa smitast af kórónuveirunni á síðustu dögum en smit barst einnig til þeirra sem búa í þjónustuíbúðum við hliðina á heimilinu. Tilkynnt var á facebooksíðu dvalarheimilisins fyrir tæpum hálfum mánuði að smit hefði greinst á heimilinu. Samkvæmt upplýsingum frá dvalarheimilinu hefur enginn veikst alvarlega en allir íbúarnir höfðu fengið fimm skammta af bóluefni.

Á dvalarheimilinu dvelja alls fimmtán manns en þar við hliðina er íbúðarhúsnæði fyrir aldraða og eru byggingarnar samtengdar. Sextán íbúðir eru í íbúðahlutanum, í sumum búa tveir einstaklingar og einn í öðrum. Fólk sem býr þar fær þjónustu frá heimahjúkrun en þó ekki frá dvalarheimilinu, þar sem húsnæðið er ekki rekið af dvalarheimilinu.

Smit fann sér leið til íbúa í þjónustuhúsnæðinu og er talið að flestir íbúar hafi smitast af veirunni en þó var ekki vitað í gær hver heildarfjöldi smitaðra væri.

Uppfært kl. 13:33.

Upphaflega í fréttinni var talað um að þrír hefðu smitast, en þeir voru 12. Þrír sem veiktust ekki, en samkvæmt upplýsingum frá heimilinu eru veikindin yfirstaðin og allir hressir í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina