14 sentímetra jafnfallinn snjór í Kópavogi í morgun

Svona var umhorfs í Kópavogi í morgun.
Svona var umhorfs í Kópavogi í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Það var heldur hráslagalegt þegar fyrstu íbúarnir fóru á stjá í Kópavogi í morgun. Það fór að snjóa síðdegis á höfuðborgarsvæðinu í gær en svo bætti hressilega í upp úr klukkan níu í gærkvöld að sögn Marcel de Vries, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Það hefur þá snjóað hressilega í nótt en 14 sentimetrar mældust jafnfallnir á þessu garðborði í efri byggðum Kópavogs.

Fólk hvatt til að sýna aðgát

Búast má við snjókomu eða slyddu um sunnan- og suðvestanvert landið með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum í dag, einkum á fjallvegum.

Þá er gert ráð fyrir hálku, einkum fyrir hádegi og er fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Það snjóaði hressilega á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 14 sentímetrar …
Það snjóaði hressilega á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 14 sentímetrar mældust jafnfallnir á þessu garðborði í efri byggðum Kópavogs í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina