Vél Niceair í notkun á Möltu

Vél Niceair á flugvellinum í Nice í Frakklandi hinn 21. …
Vél Niceair á flugvellinum í Nice í Frakklandi hinn 21. apríl síðastliðinn. Ljósmynd/Aðsend

Flugvélin sem fyrirtækið Niceair var með í notkun er nú í notkun hjá maltneska flugfélaginu Hi Fly Malta. Samkvæmt gögnum Flight Radar 24 hefur vélin að mesti flogið frá Möltu til áfangastaða í Evrópu, Genf, Nantes, Deuville, London, Prag, Dusseldorf og Nice. 

mbl.is barst ábending um að vélin hefði einmitt sést í Nice í Frakklandi hinn 21. apríl síðastliðinn. 

Í byrjun mánaðar var greint frá því að öllum flugferðum Niceair hefði verið aflýst og hlé gert á starfsemi. Í gær staðfesti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, að ekki yrði flogið frá Akureyri í sumar og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp, alls 16 manns. 

Þá sagðist Þorvaldur ekki vita hvert vélin, sem Niceair leigði af HiFly, væri niður komin. 

mbl.is