Jarðskjálftahrina hófst í morgun

Reykjanesið.
Reykjanesið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Átta mínútur yfir átta í morgun varð jarðskjálfti af stærð 3,4 rétt úti fyrir Reykjanestá.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að klukkan hálf sjö í morgun hafi hafist skjálftahrina á svæðinu og hafi um 20 skjálftar mælst síðan þá.

Veðurstofunni hafa ekki borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart.

mbl.is