Dæmi um að gjöld hafi hækkað um 58%

Hreindýr.
Hreindýr. mbl.is/Sigurður Bogi

Miklar hækkanir á þjónustu voru boðaðar með nýrri gjaldskrá Umhverfisstofnunar sem tók gildi nýverið. Nema hækkanir í mörgum tilvikum tugum prósenta.

Meðal þeirra þjónustuþátta sem hækka verulega í verði eru leyfi til leiðsagnar með hreindýraveiðum. Áður kostaði það 43.800 krónur að verða sér úti um slíkt leyfi en kostar nú 66.500 krónur. Nemur hækkunin 52%. Námskeið í leiðsögn með hreindýraveiðum og próf í kjölfar þess kostar 58% meira í dag, 280 þúsund krónur nú en kostaði áður 177.500 krónur. Hæfnispróf fyrir veiðimenn kosta í dag 12.200 krónur en kostuðu 7.800 krónur áður. Nemur hækkunin 56%.

Sæki einhver um leyfi til aksturs utan vega í tengslum við kvikmyndagerð, viðhald skála og neyðarskýla greiðir hann 57 þúsund krónur í dag í stað 39.400 áður. Þá hefur gjaldtaka fyrir umsóknir um kvikmyndatökur á friðlýstum svæðum hækkað um 45% auk þess sem tekinn hefur verið upp sérstakur flokkur fyrir drónamyndatökur. Greiða umsækjendur 38 þúsund krónur fyrir umsóknir um drónaflug á viðkvæmum svæðum.

Björgvin Valdimarsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að ástæða hækkana sé að launa- og rekstrarkostnaður hafi aukist. Þá hafi gjaldskrá ekki verið uppfærð um langt árabil og þörf hafi verið á heildarendurskoðun hennar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert