Myndir frá kafbátaleitaræfingu NATO

Freigátan Mecklen­burg-Vorpomm­ern (F218) frá Þýskalandi tekur sér stöðu fyrir aftan …
Freigátan Mecklen­burg-Vorpomm­ern (F218) frá Þýskalandi tekur sér stöðu fyrir aftan HDMS Niels Juel. Árni Sæberg

Skip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins (NATO) koma til hafnar í Reykjavík í dag. Með komu þeirra hingað lýkur kafbátaleitaræfingu bandalagsins á Norður-Atlantshafi, Dynamic Mongoose. Æfingin, sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2012, hófst 24. apríl sl. og fór fram á hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Vert er að benda forvitnum á að skip NATO leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn og Gömlu höfninni í Reykjavík.

Kafbátaæfing NATO hefur ekki farið fram hjá lesendum Morgunblaðsins og mbl.is, en fjallað hefur verið ítarlega um æfinguna í bæði máli og myndum. En blaðamanni og ljós­mynd­ara Morgunblaðsins og mbl.is var um síðastliðna helgi boðið um borð í dönsku freigát­una HDMS Niels Juel (F363) þar sem hún lá við bryggju í Þórs­höfn í Fær­eyj­um. Þaðan var haldið út á haf og stefn­an sett á æf­inga­svæði NATO þar sem æfðar voru kaf­báta­varn­ir. 

Hluti skipverja Mecklen­burg-Vorpomm­ern (F218) tók sér stöðu við brú skipsins …
Hluti skipverja Mecklen­burg-Vorpomm­ern (F218) tók sér stöðu við brú skipsins og heilsaði þegar siglt var fram hjá HDMS Niels Juel. Árni Sæberg

Sjá má myndband frá æfingunni í frétt hér að neðan.

Frá Niels Juel gafst Morg­un­blaðsmönn­um ein­stakt tæki­færi til að fylgj­ast með dönsk­um, þýskum og fær­eysk­um skip­verj­um og flug­mönn­um vinna náið sam­an að því erfiða verk­efni sem kaf­báta­leit er. Stjórn­end­ur æf­ing­ar­inn­ar líkja kaf­báta­leit gjarn­an við hópíþrótt þar sem ólík vopna­kerfi vinna sam­an sem ein heild. Allt þarf að ganga sem skyldi ef finna á kaf­báta und­ir yfirborðinu.

Mecklen­burg-Vorpomm­ern (F218) er með tvöfalt skýli fyrir þyrlur. Á flugdekki …
Mecklen­burg-Vorpomm­ern (F218) er með tvöfalt skýli fyrir þyrlur. Á flugdekki má sjá þyrlu af gerðinni Sea Lynx Mk88. Hún er sérstaklega útbúin fyrir kafbátaleit. Árni Sæberg

Ítarlega er fjallað um kafbátaleitaræfingu NATO á Norður-Atlantshafi í frétt hér að neðan.

Færeyska strandgæsluskipið Brimil var með á æfingunni um sl. helgi. …
Færeyska strandgæsluskipið Brimil var með á æfingunni um sl. helgi. Að baki því sést í dönsku freigátuna HDMS Hvidbjørn­en (F360). Árni Sæberg
Freigáturnar Mecklenburg-Vorpommern (F218) og HDMS Hvidbjørnen (F360) sjást hér taka …
Freigáturnar Mecklenburg-Vorpommern (F218) og HDMS Hvidbjørnen (F360) sjást hér taka sér stöðu fyrir aftan freigátuna HDMS Niels Juel (F363) undan ströndum Færeyja. Að baki þeim sést færeyska strandgæsluskipið Brimil. Árni Sæberg
Skipverjar freigátunnar HDMS Hvidbjørn­en (F360) frá Dan­mörku stilltu sér upp …
Skipverjar freigátunnar HDMS Hvidbjørn­en (F360) frá Dan­mörku stilltu sér upp á flugdekki. Árni Sæberg
Þessi þyrla, sem er af gerðinni MH-60R Seahawk, var send …
Þessi þyrla, sem er af gerðinni MH-60R Seahawk, var send á loft frá Niels Juel. Hér losa skipverjar þyrluna frá dekki freigátunnar og fáeinum sekúndum síðar hélt hún af stað. Árni Sæberg
Þyrla af gerðinni MH-60R Sea­hawk flýgur yfir HDMS Niels Juel.
Þyrla af gerðinni MH-60R Sea­hawk flýgur yfir HDMS Niels Juel. Árni Sæberg
Mynd þessi er tekin við þyrluskýrli HDMS Niels Juel. Viðstaddir …
Mynd þessi er tekin við þyrluskýrli HDMS Niels Juel. Viðstaddir eru fulltrúar NATO og heimastjórnar Færeyja auk blaðamanna, m.a. frá Morgunblaðinu. Árni Sæberg
Högni Hoydal, fyrsti utanríkisráðherra Færeyja, sést hér í jakkafötum um …
Högni Hoydal, fyrsti utanríkisráðherra Færeyja, sést hér í jakkafötum um borð í HDMS Niels Juel. Árni Sæberg
Skipverjar tóku sér heiðursstöðu þegar siglt var frá Þórshöfn og …
Skipverjar tóku sér heiðursstöðu þegar siglt var frá Þórshöfn og stefnan sett á æfingasvæði NATO. Árni Sæberg
Sett var á svið neyðarástand um borð í HDMS Niels …
Sett var á svið neyðarástand um borð í HDMS Niels Juel. Eldur var sagður laus í einu af vélarrýmum skipsins og slökkvistarf hófst í kjölfarið. Árni Sæberg
Það var oft mikið um að vera í brúnni á …
Það var oft mikið um að vera í brúnni á freigátunni Niels Juel enda kallar kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins á mikla samræmingu milli ólíkra vopnakerfa. Árni Sæberg
Ekki mátti taka mynd af öllum þeim tækjum sem aðgerðastjórn …
Ekki mátti taka mynd af öllum þeim tækjum sem aðgerðastjórn ræður yfir. Héðan er vopnakerfum skipsins stjórnað. Árni Sæberg
Blaðamenn frá NATO. Annar frá Nýja-Sjálandi (t.v.) en hinn Frakklandi. …
Blaðamenn frá NATO. Annar frá Nýja-Sjálandi (t.v.) en hinn Frakklandi. Að baki þeim sést í þýsku freigátuna. Árni Sæberg
Blaðamaður frá bandaríska sjóhernum sést hér við skipaskotflaugar HDMS Niels …
Blaðamaður frá bandaríska sjóhernum sést hér við skipaskotflaugar HDMS Niels Juel. Árni Sæberg
Freigátan HDMS Niels Juel í höfn í Þórshöfn. Seglskipið til …
Freigátan HDMS Niels Juel í höfn í Þórshöfn. Seglskipið til hægri er danskt skólaskip. Árni Sæberg


mbl.is