„Virðist hafa verið stutt hrina“

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. mbl.is/RAX

Aðeins tveir jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í gærkvöldi og í nótt og voru þeir báðir minni en 1 að stærð.

Eftir öflugustu skjálftahrinuna í jöklinum í sjö ár í gær hefur því dregið mjög úr virkninni.

„Þetta virðist hafa verið stutt hrina. Við sjáum bara til hvað gerist í framhaldinu,” segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Engin merki eru um að hlaup sé yfirvofandi.

Einhver jarðskjálftavirkni tók sig aftur upp úti við Reykanestá í nótt, að sögn Sigríðar, en allir skjálftarnir voru litlir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert