Beint: 75 ár liðin frá Akureyrarveikinni

Alma Möller landlæknir flytur ávarp.
Alma Möller landlæknir flytur ávarp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Núna eru 75 ár liðin frá því að Akureyrarveikin geisaði hér á landi. Enn er fólk á lífi sem veiktist af sjúkdómnum og sumir þeirra áttu við langtíma eftirköst að stríða.

Hvað var eiginlega þessi Akureyrarveiki og hvað eiga Akureyrarveikin og Covid-19 sameiginlegt? Hvar kemur ME sjúkdómurinn inn í þessa mynd? 

Þetta verður rætt á málþingi sem Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri efna til klukkan 13 í dag á Amtsbókasafninu.

Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá málþinginu:

Alma Möller landlæknir mun flytja ávarp og þrír læknar munu fjalla um þessa sjúkdóma, hvað vitað er um þá og hvaða rannsóknir eru framundan.

Þá verður fjallað um hvaða áhrif Akureyrarveikin hafði á bæjarlífið fyrir 75 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert