50 skjálftar mælst frá upphafi hrinunnar

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti upp á 2,8 stig varð í Mýrdalsjökli á áttunda tímanum í morgun á svipuðum stað og skjálftahrinan varð þar fyrir helgi.

Skjálftinn varð um 6 km norður af Hábungu.

Einn lítill skjálfti mældist skömmu á undan honum, auk þess sem annar varð rétt fyrir klukkan eitt í nótt.

Alls hafa um 50 skjálftar mælst í jöklinum síðan skjálftahrinan hófst á fimmtudaginn, að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Tveir skjálftar mældust í jöklinum í gær og voru þeir báðir litlir, eða 1,3 og 1 stig.

mbl.is