Landspítalinn á varúðarstigi

Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fer …
Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fer fram í Reykjavík í næstu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Sífellt fleiri láta reyna á upplýsingaöryggi Landspítalans sem marka má af fjölda svikapósta sem berast honum á hverjum degi. Mikill viðbúnaður er á spítalanum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. „Við framkvæmdum áhættugreiningu í tengslum við fundinn,“ segir Jóhann Bjarni Magnússon, gæða- og öryggisstjóri á heilbrigðisupplýsingatæknideild Landspítalans. Leiðbeiningar hafa verið sendar á alla starfsmenn um rétt viðbrögð þegar kemur að því að tryggja upplýsingaöryggi spítalans.

Mismunandi áhættustig hafa verið skilgreind og nú er í gildi svokallað varúðarstig. Jóhann segir að því sé komið á þegar starfsmenn skynji að eitthvað í umhverfinu geti raskað rekstri og öryggi spítalans. Horft sé til þess sem gerist á erlendum vettvangi til að búa sig undir hið óvænta. „Við erum á tánum, ekki ósvipað því sem þekkist í hernaði. Við tryggjum að samstarfsaðilar upplýsingatæknideildarinnar séu alltaf til staðar ef eitthvað kemur upp á.“

Viðbragðsáætlanir heilbrigðisstéttanna á Landspítalanum hafa til að mynda verið uppfærðar, en unnið er eftir þeim þegar veftenging dettur út. „Það eru yfir hundrað deildir sem eiga mjög vel skilgreindar aðferðir til að vinna eftir.“ Það á við þegar tölvukerfi detta út og leiðir skilgreindar til að bregðast við á meðan það ástand varir.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: