Bretar gæta Íslands úr lofti

Breski flugherinn (RAF) sinnir loftrýmisgæslu við Ísland.
Breski flugherinn (RAF) sinnir loftrýmisgæslu við Ísland.

Breski flugherinn mun sjá um loftrýmisgæslu við Ísland á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram. Loftrýmisgæslunni verður sinnt dagana 15.-19. maí.

„Um er að ræða tvíhliða fyrirkomulag loftrýmisgæslu milli Íslands og Bretlands, með stuðningi stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og aðkomu flugherstjórnar Atlantshafsbandalagsins í Norður-Evrópu,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Eins og fram hefur komið er Rishi Sunak forsætisráðherra Breta einn þeirra 46 leiðtoga sem mæta á fundinn.

mbl.is