Átta félög sömdu

Átta stéttarfélög innan BHM hafa undirritað nýja kjarasamninga við samninganefnd …
Átta stéttarfélög innan BHM hafa undirritað nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS). Ljósmynd/Aðsend

Átta stéttarfélög innan BHM hafa undirritað nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS). Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda frá 1. apríl sl. til 31. mars á næsta ári.

Félögin eru: Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

„Ég er ánægð með að samningar hafa náðst við sveitarfélögin. Þessi samningur er í anda þeirra sem önnur félög hafa nú þegar skrifað undir en þar að auki mættu sveitarfélögin kröfu okkar um jöfnun launa félagsfólks á afmörkuðu launabili,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Fræðagarðs.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: