Ísland og Úkraína fá aðild að CCDOE

Úkraína og Ísland eru á meðal ríkja sem hafa fengið …
Úkraína og Ísland eru á meðal ríkja sem hafa fengið aðild að samstarfsmiðstöð NATO í netöryggismálum. AFP/Mateusz Slodkowski

Úkraína og Ísland eru á meðal ríkja sem hafa fengið aðild að samstarfsmiðstöð NATO í netöryggismálum.

Miðstöðin (CCDOE) er með höfuðstöðvar í Tallin, höfuðborg Eistlands, en Írar og Japanir fengu einnig aðild í dag. 

„Við erum sérstaklega ánægð að fá Úkraínu til liðs við okkur,“ er haft eftir Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eista, í yfirlýsingu.  

„Aðildin gefur okkur það einstaka tækifæri að leggja okkar að mörkum í varnarmálum Úkraínu í hrottalegu stríði Rússa og læra um netárásir á vígvellinum til að auka netöryggi allra aðildarríkja.“

CCDOE var stofnað árið 2008 að frumkvæði Þýskalands, Ítalíu, Eistlands, Lettlands, Litháen, Slóvakíu og Spánar. Í dag eiga 39 ríki aðild að CCDOE. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert