Hanna borgarlínuna í Kópavogi

Skiptistöðin í Hamraborg er í dag mjög mikilvæg stöð fyrir …
Skiptistöðin í Hamraborg er í dag mjög mikilvæg stöð fyrir Strætó. Hún verður áfram mikilvæg þegar borgarlínan hefur tekið til starfa. mbl.is/sisi

Borgarlínuverkefni höfuðborgarsvæðisins vindur fram, skref fyrir skref. Nýlega bauð Vegagerðin út vinnu við frumdrög borgarlínu um Hamraborg í Kópavogi.

Mörk verksins í norðri eru á Hafnarfjarðavegi, við sveitarfélagsmörk Reykjavíkur og Kópavogs, og sunnanmegin á Hafnarfjarðarvegi, við sveitarfélagsmörk Kópavogs og Garðabæjar.

Verkefnið felur meðal annars í sér að hanna frumdrög að línunnar í Hamraborg. Gera skal útfærslu af legu borgarlínu, ásamt staðsetningu og útfærslu stöðva, tillögu að götusniðum, og leiðum fyrir gangandi. Einnig skal gera kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.

Verkinu skal að fullu lokið 31. mars 2024 og er tilboðsfrestur til 6. júní nk. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt áætlunum á framkvæmdum við þessa leið borgarlínu að ljúka árið 2026. Áformað er að ljúka síðasta áfanga borgarlínuverkefnisins árið 2034.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert