Óraunhæfar tjónakröfur á Rússa

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði tjónaskrá að viðstöddum fulltrúum Úkraínu og …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði tjónaskrá að viðstöddum fulltrúum Úkraínu og Evrópuráðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í alþjóðaviðskiptum og hagfræði við Háskólann á Akureyri, segir það mundu hafa afleiðingar fyrir bæði Rússa og Vesturlönd ef Rússland þurfi að greiða fullar bætur vegna innrásarinnar í Úkraínu, en fulltrúar Evrópuráðsins samþykktu tjónakröfurnar í Hörpu í gær.

Slíkar stríðsskaðabætur eiga sér fordæmi. Til dæmis þær sem lagðar voru á Þjóðverja í Versalasamningunum eftir fyrri heimsstyrjöldina.

Tæpir 60 þúsund milljarðar

– Hvert er áætlað tjón í Úkraínu vegna stríðsins?

„Á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík var talað um að vinna að tjónaskrá fyrir Úkraínu. Stofnanir hafa ákveðna tilhneigingu til að búa sér til ný og ný hlutverk. Samt eru Alþjóðabankinn, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, í samvinnu við stjórnvöld í Úkraínu, stöðugt að meta tjónið sem orðið hefur þar. Ólíkt Evrópuráðinu hafa þessar stofnanir tæki til að halda utan um framkvæmdir þegar til uppbyggingar kemur. Í skýrslu sem þessar stofnanir gáfu út í mars er kostnaðurinn við að bæta það tjón sem orðið hefur á ári frá innrásinni, 24. febrúar 2022 til 24. febrúar 2023, um 383 milljarðar evra sem eru um 57.800 milljarðar króna. Reiknað var með að enduruppbygging muni taka um áratug.“

Myndu ekki treysta

– Hvernig væru Rússar í stakk búnir til að taka á sig stríðsskaðabætur vegna innrásar í Úkraínu? Er raunhæft að þeir geti borgað eftir að búið er að taka yfir gjaldeyrisforða þeirra?

„Það hafa verið nefndar ýmsar tölur eins og að Vesturlönd hafi fryst 300 milljarða bandaríkjadala af gjaldeyrisforða Rússlands. Ef Vesturlönd ætla að taka alla þá peninga myndu varla nást neinir samningar við rússnesk stjórnvöld um stríðslok og óvissa væri um til hvaða ráða þau myndu grípa og með hvaða afleiðingum. Endanlegt hrun rússneska hagkerfisins myndi líka hafa áhrif á Vesturlönd, bæði hið opinbera og einkageirann.

Fengið verulega aðstoð

Þetta gæti líka þýtt að hin BRICS-löndin utan Rússlands – Brasilía, Indland, Kína og Suður Afríka – myndu aldrei treysta Vesturlöndum eða vestrænum bönkum. Það eru líka ýmis lögfræðileg álitaefni um þetta mál, að frysta fyrst gjaldeyrisforða lands og taka hann svo endanlega. Ég er ekki að segja að þetta sé ekki hægt, eða að það eigi ekki að gera þetta, en það þarf að hugsa svona aðgerð til enda. Þetta hefði bæði afleiðingar fyrir Rússland og Vesturlönd.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert