Útgjöld upp á tugi milljarða króna

Kostnaður við móttöku flóttafólks á Íslandi er meiri en talið …
Kostnaður við móttöku flóttafólks á Íslandi er meiri en talið var og hleypur samtals á milljarðatugum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kostnaður við móttöku flóttafólks á Íslandi er meiri en talið var og hleypur samtals á milljarðatugum.

Þetta má lesa úr rammagrein í fjármálaáætlun 2024-2028.

Rifjað er upp að í fyrra sóttu 4.518 einstaklingar um alþjóðlega vernd hér á landi og hafi hún verið veitt 3.455 einstaklingum.

Kort/mbl.is

„Langflestir þeirra sem hlutu vernd komu frá Úkraínu og Venesúela þar sem umsækjendum frá þeim löndum er veitt vernd nær undantekningarlaust. Þannig fengu um 2.300 einstaklingar frá Úkraínu og 700 frá Venesúela vernd á síðasta ári. Talið er að umsækjendum um vernd fjölgi á líðandi ári og verði minnst 6.000 talsins í árslok. Um miðjan mars höfðu þegar tæplega 1.200 einstaklingar sótt um vernd hér á landi,“ segir þar m.a.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina