Sextíu gista í íþróttahúsinu í nótt

Börnin búa sig undir nótt í íþróttahúsinu.
Börnin búa sig undir nótt í íþróttahúsinu. mbl.is/Ásthildur

Síðdegis í dag risu tjaldþyrpingar í íþróttahúsinu við Fellaskóla þar sem hátt í 60 hljóðfæraleikarar úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts ætla að gista í nótt.

Bregða má á leik þótt úti sé veður vont.
Bregða má á leik þótt úti sé veður vont. mbl.is/Ásthildur

Ástæðan er sárabót eftir að Landsmóti A og B-skólahljómsveita var aflýst vegna veðurs, en til stóð að 700 börn í A og B-sveitum víðs vegar um landið og 100 fararstjórar héldu til Vestmannaeyja um helgina til að taka þátt í Landsmóti.

Nóg pláss fyrir alla eins og sjá má.
Nóg pláss fyrir alla eins og sjá má. mbl.is/Ásthildur

Fleiri skólahljómsveitir gripu til svipaðra ráða í sárabætur og má því ætla að fjölmennar „innilegur“ verði í mörgum skólastofum og íþróttahúsum hér og þar um landið í nótt.

Landsmótinu var aflýst vegna veðurs.
Landsmótinu var aflýst vegna veðurs. mbl.is/Ásthildur
mbl.is