Raforkuöryggi ekki tryggt til frambúðar

Mesta orkan kemur frá jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.
Mesta orkan kemur frá jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Orkustofnun telur að ekkert sé að finna í lögum og reglugerðum sem hindri að heimilisnotendur og aðrir almennir notendur raforku geti orðið undir í samkeppni um orku, við þær aðstæður sem nú eru uppi á raforkumarkaði. Raforkueftirlit stofnunarinnar bendir á að frumvarp um breytingu á lögum um Orkustofnun og á raforkulögum, tryggi ekki raforkuöryggi almennings til frambúðar.

Frumvarpið er stjórnarfrumvarp, lagt fram af umhverfisráðherra, í þeim tilgangi að auka sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar. Það er nú til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Orkustofnun og raforkueftirlit stofnunarinnar gera athugasemdir við efni frumvarpsins og skoða það í ljósi tillagna að reglugerð sem starfshópur ráðuneytisins gerði, í þeim tilgangi að tryggja orkuöryggi almenna markaðarins. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert