Umgjörð leiðtogafundarins „yfirgengileg“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnir umgjörð leiðtogafunds Evrópuráðsins í …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnir umgjörð leiðtogafunds Evrópuráðsins í Hörpu. Samsett mynd

„Umgjörðin í kringum þetta var svo yfirgengileg,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurð út í leiðtogafund Evrópuráðsins í Silfrinu í dag. 

Hún sagðist hafa viljað hafa umgjörðina öðruvísi og að hún „ hefði ekki verið svona ofboðslega dýr“.

Ekki hefur verið greint frá því nákvæmlega hvað fundurinn kostaði íslenska ríkið en Inga sagði að svo virtist vera að kostnaðurinn skipti ríkisstjórnina engu máli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert