Gæðastund mæðgina við Jökulsárlón

mbl.is/Ásdís

Jökulsárlón er vinsæll áfangastaður ferðamanna nú eins og síðastliðin ár. Þessi mæðgin slökuðu á í köldum faðmi íslenskrar náttúru og eru á meðal þeirra tugþúsunda ferðamanna sem hafa heimsótt Ísland í maímánuði ef fram heldur sem horfir.

Alls flugu 142 þúsund ferðamenn frá landinu í apríl á þessu ári samkvæmt tölum Ferðamálastofu en fleiri hafa ekki ferðast frá landinu í aprílmánuði síðan árið 2018, þegar brottfarir vou 147.551 talsins.

Flestir ferðamenn koma frá Bandaríkjunum eða um 37.834 (26,6%) en næstflestir frá Bretlandi, 23.584 manns eða um 16,6% af heildarfjölda ferðamanna. Færri komu frá Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku en frá áramótum hafa 561 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert