Verkfallsboðun samþykkt í Garðabæ

Aðgerðirnar ná til starfsfólks leikskóla, sundlauga og bæjarskrifstofu.
Aðgerðirnar ná til starfsfólks leikskóla, sundlauga og bæjarskrifstofu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Félagsmenn Starfsmannafélags Garðabæjar samþykktu frekari verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk klukkan 11 á laugardag. 

Í tilkynningu á vef BSRB kemur fram að verkfallsboðunin var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Aðgerðirnar ná til starfsfólks leikskóla, sundlauga og bæjarskrifstofu. 

Verkfallsaðgerðir hafa þar með verið samþykktar í 29 sveitarfélögum og eru það eftirfarandi: Akranes, Akureyri, Árborg, Bláskógarbyggð, Borgarbyggð, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grindavík, Grímsnes- og Grafningshreppur, Grundafjarðarbær, Hafnarfjörður, Hveragerði, Ísafjarðarbær, Kópavogur, Mosfellsbær, Mýrdalshreppur, Norðurþing, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Skagafjörður, Snæfellsbær, Stykkishólmur, Suðurnesjabær, Vestmanneyjar, Vogar og Ölfus. 

Mis­mun­andi verður þó hvenær ákveðnir hóp­ar inn­an sveit­ar­fé­laga munu leggja niður störf. Hér má sjá hvenær hverjir fara í verkfall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert