911 börn á biðlista

Foreldrar mótmæla skorti á leikskólaplássum.
Foreldrar mótmæla skorti á leikskólaplássum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Í dag er lagður fram biðlisti á leikskólana í borgarstjórn og það kemur í ljós að á honum eru 911 börn í maí 2023,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið í dag um þann aragrúa barna sem nú er á biðlista eftir leikskólaplássi í borginni.

Kveður borgarfulltrúinn meirihlutanum í borgarstjórn ekki hafa tekist að taka á neyðarástandinu í leikskólamálum og þeim vanda sem við blasi, það sýni tölurnar ótvírætt.

„Þessi vandi, eins og við höfum bent á, verður ekki leystur nema með fjölbreyttum lausnum og við höfum margsinnis lagt fram tillögur þess efnis,“ segir borgarfulltrúinn. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert