Norð­menn heppnari með veður og lottó­vinninga

Fysti vinningur gekk ekki út að þessu sinni.
Fysti vinningur gekk ekki út að þessu sinni. Ljósmynd/Colourbox

Norðmenn virðast ekki einungis heppnari en Íslendingar með veður um þessar mundir heldur einnig lottóvinninga. Einn heppinn Norðmaður nældi sér annan vinning, eða 17,4 milljónir króna í Víkingalottói kvöldsins.

Íslendingarnir fylgdu fast á hæla Norðmannsins en tveir heppnir hlutu þriðja vinning eða rúmlega sjö hundruð þúsund krónur hvor.

Annar miðinn var keyptur í áskrift en hinn í Iceland Glæsibæ. Þá fengu sex annan vinning í jókernum sem var hundrað þúsund krónur.

Tveir þeirra miða voru keyptir í appi, tveir á lottó.is, einn í Olís í Mjódd og loks einn í Plúsmarkaðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslenskra getrauna.

Þess má geta að hiti náði 19 stigum í höfuðborg Noregs, Ósló, í dag, en hiti fór hæst í 7,4 stig í Reykjavík. 

mbl.is