Logi snúinn aftur í fjölmiðla

Logi Bergmann var áður þáttastjórnandi á K100.
Logi Bergmann var áður þáttastjórnandi á K100. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar að hann hitaði upp fyrir leik Manchester United og Chelsea ásamt Bjarna Þór Viðarssyni í Sjónvarpi Símans.

Logi hefur ekki verið sýnilegur í fjölmiðlum frá því að Vítalía Lazareva sakaði hann um að hafa brotið á sér í golfferð. Logi stjórnaði útvarpsþættinum Síðdegisútvarpið á K100 þegar ásakanirnar komu upp.

Logi hefur vísað ásökunum á bug en fór í kjölfarið í ótímabundið leyfi frá störfum. 

Fyrr á þessu ári kom fram að hann hefði verið ráðinn til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

mbl.is