„Atlögu“ að Sundhöllinni var frestað um sinn

Sundhöllinni var breytt töluvert fyrir nokkrum árum og nýtt anddyri …
Sundhöllinni var breytt töluvert fyrir nokkrum árum og nýtt anddyri meðal annars tekið í notkun. mbl.is/​Hari

„Það verður ekki farið í neinar framkvæmdir á þessu ári. Sökum fjárhagsstöðunnar var þessu frestað,“ segir Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur. En laugarkerfið sé ónýtt og lifi ekki endalaust.

Þröstur Ólafsson hagfræðingur lýsti óánægju sinni með fyrirhugaðar endurbætur og breytingar á Sundhöllinni í grein í Morgunblaðinu í vikunni og hefur greinin vakið mikla athygli.

Segir Þröstur að yfir einni af merkustu byggingum borgarinnar hangi ógn mikillar skemmdar og spellvirkis.

„Ytri umgjörð og innri útbúnaður eru eitt. Höllin er greinilega samin eins og heil sinfónía,“ skrifar Þröstur meðal annars

Hann rekur svo að Sundhöllinni hafi þegar verið spillt þegar gamla anddyrið var fjarlægt og að nú standi til að gera aðra atlögu að byggingunni. Stytta eigi laugina, bæta við „fimm metra forljótum öldutanki“ og breyta sundlaugarbökkunum.

 „Sál hússins verður rifin á brott og hulstrið látið hýsa samræmislausa innviði,“ skrifar Þröstur sem skorar á borgarstjórn að hætta við fyrirhugaðar breytingar, annars muni eftir „standa bækluð, sálarlaus bygging, sem snertir hug okkar og sinni viðlíka og biðskýli hjá Strætó“.

Nánar er fjallað um málið í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: