Hiti gæti náð 20 stigum á morgun

Sumarið kemur kannski bara í vikunni.
Sumarið kemur kannski bara í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag má búast við rigningu og súld víða um land, sunnan- og suðvestanátt 8-15 m/s og hita á bilinu 7-12 stig. Við erum enn að finna fyrir áhrifum fyrirstöðuhæðar suður í hafi sem beinir lægðum til norðurs, fyrir vestan land.

Úrkoman nær þó í minna mæli yfir á norðaustan- og austanvert landið. Á þeim slóðum má gera ráð fyrir að birti verulega til á morgun og gæti hiti þá náð 20 stigum þar sem best lætur. Gæti hvítasunnuhelgin því endað með bongóblíðu á völdum stöðum.

Öll þessi vika virðist reyndar lofa góðu hvað þetta varðar.

Veðurhorfur næstu daga:

Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 m/s og dálítil væta, en bjartviðri austanlands, hvassast með suðausturströndinni. Dregur úr vindi eftir hádegi. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum, en léttir til er líður á daginn. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á fimmtudag og föstudag:
Vestan 5-10 m/s. Skýjað og þurrt að kalla á vestanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast austurhelming landsins.

Á laugardag:
Suðvestanátt og skýjað með lítilsháttar vætu af og til, en bjartviðri austantil. Hiti breytist lítið.

Veður á mbl.is.

mbl.is