Öldugangur kann að hafa grandað fuglunum

Einar Sveinbjörsson, veðurfræðingur, er með kenningu um hvað hafi valdið …
Einar Sveinbjörsson, veðurfræðingur, er með kenningu um hvað hafi valdið fjöldadauða fugla við Faxaflóa. Samsett mynd

Ýmsar kenningar eru á uppi um orsök víðtæks fugladauða á Vesturlandi, sumir halda að um sjúkdóm sé að ræða og aðrir velta því upp hvort fæðubrestur hafi orðið. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur færir rök fyrir því að veðurfar og öldugangur geti átt þátt í máli. 

Einar birti færslu á Facebook um málið í morgun en þar tekur hann sérstaklega fram að hann hafi ekki rannsakað málið til hlítar. Þó segir hann ekki tækt að útiloka þann möguleika að fuglarnir hafi drepist í þeim mikla öldugangi sem var í vikunni.

Kröpp lægð fyrir árstímann

Ölduhæð var afar há miðað við árstímann í liðinni viku við Faxaflóa og spár gerðu ráð fyrir allt að átta og upp í níu metra háum öldum. Slíkt er óvenjulegt fyrir árstímann og getur farið illa með lunda og fleiri tegundir. Eru þeir enda óvanir slíkum öldugangi á þessum árstíma og hætta sér vegna þess ekki fyrr en á þessum árstíma inn í grunnsævi.

Lægð við norðvesturhluta landsins í vikunni var einn orsakavaldur í en hún var afar kröpp og djúp miðað við árstíma. 

Sigrún Ágústs­dótt­ir for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar, sagð í samtali við mbl.is í dag að Mast og Náttúrufræðistofnun myndu leggja mat á dánarorsök fuglanna og næstu skref yrðu ákveðin út frá því. Hluti af því væri að kanna hvort fuglarnir séu smitaðir af fuglaflensu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert