Björgunarsveitin losaði bíla fasta í Köldukvísl

Ljósmynd/Landsbjörg

Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út í gær vegna vegna bíla sem voru fastir í nágrenni Þórisvatns.

Farið var á tveimur bílum og þegar að var komið kom í ljós að einn bíll var fastur í Köldukvísl á vaði, að segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Bíllinn var dreginn á þurrt og ákvað ökumaður í kjölfarið að snúa við.

Annar jeppi var fastur í aur þar skammt frá, og var sá bíll einnig dreginn upp. Þriðji bíllinn var í vandræðum á svæðinu og aðstoðaði björgunafólk jafnframt við að losa hann.

Ljósmynd/Landsbjörg

Þá var Björg, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi, Björg, kölluð út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi, til aðstoða bát sem misst hafði vélarafl, skammt norðan Rifs. Vel gekk að koma taug á milli báta, og var sá aflausi dregin til hafnar á Rifi.

mbl.is