Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu hafin

Tveir sakborningar í Landsrétti í dag.
Tveir sakborningar í Landsrétti í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða fer fram í Landsrétti í dag og á morgun. Málið varðar ann­ars veg­ar inn­flutn­ing am­feta­mín­vökva í miklu magni og hins veg­ar kanna­bis­rækt­un á sveita­bæn­um Hjalla­nesi við Hellu.

Fimm menn hlutu þunga dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í október fyrra. Hall­dór Mar­geir Ólafs­son og Ólaf­ur Ágúst Hraun­dal voru dæmdir í tólf ára fangelsi. Guðlaug­ur Agn­ar Guðmunds­son og Guðjón Sig­urðsson hlutu tíu ára dóm. Geir Elí Bjarnason hlaut tveggja ára dóm fyrir aðild sína að málinu.

Þeir áfrýjuðu allir til Landsréttar og krefjast ýmist sýknu, vísun frá héraðsdómi eða vægari refsingar.

Geir Elí, Ólafur Ágúst, Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir eru viðstaddir aðalmeðferðina í Landsrétti í dag.

Anna Barbara Andradóttir saksóknari sækir málið. Dómarar í málinu eru Ásgerður Ragnarsdóttir, Eggert Óskarsson og Jón Höskuldsson.

Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, og Jón Magnússon, …
Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, og Jón Magnússon, verjandi Ólafs Ágústs Hraundal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Földu amfetamínvökva í saltdreifara

Guðlaug­ur Agnar, Guðjón og Hall­dór Margeir voru fundn­ir sek­ir fyr­ir að hafa staðið að inn­flutn­ingi á salt­dreifara hingað til lands með Nor­rænu frá Hollandi. Í hon­um voru fald­ir 53 lítr­ar af am­feta­mín­vökva. Var brotið framið í fé­lagi með tveim­ur óþekkt­um er­lend­um aðilum.  Í sam­vinnu við óþekkt­an ís­lensk­an aðila fjar­lægðu þeir am­feta­mín­vökv­ann úr salt­dreif­ar­an­um og fram­leiddu allt að 117,5 kg af am­feta­míni í sölu og dreif­ing­ar­skyni.

Guðjón, Hall­dór Mar­geir, Geir Elí og Ólaf­ur Ágúst voru sak­felld­ir fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot með því að hafa staðið sam­an að kanna­bis­rækt­un í úti­húsi í Rangárþingi ytra.

Anna Barbara Andradóttir saksóknari sækir málið.
Anna Barbara Andradóttir saksóknari sækir málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is