Ekki viss um að hún fari í sama bíl aftur

Karl S. Óskarsson sölustjóri Land Rover hjá BL umboði, segist …
Karl S. Óskarsson sölustjóri Land Rover hjá BL umboði, segist ekki vita til þess að annað eins hafi gerst áður. Ljósmynd/Aðsend

„Hvort ég fari í sama bíl aftur, ég hef nú ekki trú á því,“ segir Margrét Ásta Ívarsdóttir, eigandi bifreiðar sem varð alelda á tæpum 5 mínútum.

Karl S. Óskarsson sölustjóri Land Rover hjá BL umboði, segist ekki vita til þess að annað eins hafi gerst áður. Umboðið hefur boðið Margréti og fjölskyldu bíl til afnota á meðan þau ákveða næstu skref.

Umboðið hefur tjáð Margréti og fjölskyldu hennar að þeim þyki atvikið mjög miður, en ekki er enn vitað hver orsök eldsins voru. Málið liggur nú í höndum tryggingarfélags. 

„Við munum alveg fylgja þeim í gegn um þetta.

„Ég held það eigi bara að fá hann hingað til okkar, skoða hvað getur hafa gerst,“ segir hann og bætir við „Við höfum aldrei fengið fregnir af því að þetta hafi gerst, alla vega aldrei hérna á Íslandi, og við höfum ekki fengið fregnir af þessu úti. 

Hann segir bílinn ekki hafa verið keyptan hjá BL en að skipti svo sem ekki miklum sköpum, hann hafi verið í þjónustu hjá þeim og verið nýr þegar hann var fluttur inn. Næsta skref sé svo að láta Land Rover framleiðandann vita, til að reyna að komast til botns í málinu.  

„Þetta er vissulega mjög, mjög skrítið mál,“ segir Karl og bætir við „Við munum alveg fylgja þeim í gegn um þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert