Hertar aðgerðir boðaðar í næstu viku

Gangi ekkert í viðræðum ætlar BSRB enn að herða aðgerðir …
Gangi ekkert í viðræðum ætlar BSRB enn að herða aðgerðir sínar á mánudaginn kemur. Ljósmynd/BSRB

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir lítinn gang í samtölum deiluaðila og að aðgerðir af hálfu BSRB komi til með að harðna. Í þessari viku hafa um 900 manns lagt niður störf í 11 sveitarfélögum.

Enn beinast aðgerðir mest að starfsemi leikskóla og verða um 60 fyrir barðinu á þeim. Að auki hefur verið gripið til verkfallsaðgerða í tveimur höfnum, í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur það vonbrigði að BSRB upplifi stöðuna þannig að ekkert gangi og brýnir viðsemjendur; hlutverk þeirra núna sé að ná saman og að semja. Ekki hefur þótt ástæða að boða til formlegs samningarfundar frá því á mánudag í síðustu viku. 

Gangi ekkert í viðræðum ætlar BSRB enn að herða aðgerðir sínar á mánudaginn kemur. Þá bætast fleiri vinnustaðir við, svo sem áhaldahús og íþróttamannvirki en líka vinnuskólar og almenningssamgöngur á Akureyri en þar starfa 2.500 manns undir merkjum BSRB.

 Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: